Loftgæði
Loftgæði á heimilinu

Loftgæði á heimilinu

Það er sama hversu vel þú þrífur heimilið þitt, þér gæti yfirsést yfir þann hluta sem hefur mest áhrif á loftgæði innanhúss. Dýnan í rúminu þínu !

Á meðan að við sofum svitnum við sem nemur um hálfum lítra og losum okkur auk þess við um það bil eitt gramm af dauðum húðflögum. Í rúmdýnunni okkar geta því myndast ákjósanlegar aðstæður fyrir migly og sveppagróður sem skapa kjöraðstæður fyri bakteríur og rykmaura sem nærast reyndar á dauðu húðflögunum sem þú skilur eftir í fletinu þínu þegar þú sefur.

Algengt er að rúmdýna sé dvalarstaður um það bil 2 milljónna rykmaura. Það kemur ekki á óvart að án reglulegrar hreinsunar á dýnu getur dýnan þín verið skítugasta hlutinn í öllu húsinu þínu.

Dýnan þín og loftgæðin.
Það eru mörg dæmi um loftmengun innanhúss. Ásamt málningu, lími og reyk getur loftgæði heimilis þíns einnig haft áhrif á líffræðilega mengun í loftinu. Þetta felur í sér rykmaur, (og úrgang rykmaura og hamin eftir hamskipti þeirra, sem eru míkró rykagnir) frjókorn, mildew, mygla, vírusa, og bakteríur.

Þegar þú veltir fyrir þér hve mikið af húð, svita og olíu líkami þinn framleiðir á hverju kvöldi meðan þú sefur og milljónir rykmaura, sveppaspóa og baktería sem hafa tekið sér búsetu í dýnunni þinni, er auðvelt að sjá hvers vegna dýnan þín getur verið aðal uppspretta af mengunarefnum í andrúmslofti heimilisins. Þegar öllu er á botninn hvolft eyðir þú um það bil átta klukkustundum á sólarhring í fullri snertingu við dýnuna þína og andar að þér öllu sem þar er að finna. Og mest af því er lífrænt…

X