Bakteríur
Hvaða bakteríur búa í rykinu?

Hvaða bakteríur búa í rykinu?

Jafnvel þó þú sjáir þær ekki, þá skríða þúsundir mismunandi baktería í kringum þig. Auðvitað halda þær sig helst á stöðum eins og óhreinum gólfum, óhreinu baðherbergjum og rikmettuðum rúmdýnum og tauhúsgögnum að ógleimdum tauleikföngum barna . En vissirðu að það eru að meðaltali 7000 mismunandi gerðir af bakteríum í rykinu?

Árið 2015 leiddi rannsókn, sem gerð var við háskólann í Colorado í Boulder, í ljós sannleikann um það hversu fullt af lífrænum örverum ryk raunverulega er. Með því að greina 1200 heimili í Bandaríkjunum fundust samtals 125.000 mismunandi örverur í ryksýnum sem tekin voru.

125.000 mismunandi örverur fundust í ryksýnum

Tegundir þeirra baktería sem finnast á heimilum eru mismunandi af ýmsum ástæðum.  Meðal annars vegna mismunandi húðsamsetningar fólks, auk hreinlætismynsturs sem hefur mikið að segja um lífræna mettun venjulegs heimilisriks. Annar stór hvati fyrir þá tegund baktería sem fannst á heimilunum eru gæludýr, svo sem kettir eða hundar.

Pokaryksugur þykja ekki vænlegur kostur við heimilisþrif.
Pokaryksugur þykja ekki vænlegur kostur við heimilisþrif.

Bakteríur eru þó ekki einu smáverurnar sem lifða í rykinu. Mikið magn af sveppum er þar einnig til staðar, þar sem meðalheimilið var með um 2000 mismunandi afbrigði sveppa. Ólíkt bakteríum finnast sveppir venjulega inni á heimilum vegna aðstæðna þar. (einkum vegna óhreininda og raka) Erfitt er eða ómögulegt að uppræta sveppamyndum á heimilum með öllu. En mikilvægt er þó að draga úr þeim eins og kostur er. Sumir af algengustu sveppunum sem fundust voru Aspergillus, Penicillium, Alternaria og Fusarium sem allir eru algengir. Þótt sveppir þessir séu almennt skaðlausir fólki geta þeir þó valdið sýkingum hjá fólki með veikt ónæmiskerfi.

Svo, hverjar eru algengustu bakteríurnar sem finnast í rykinu? Tveir efstu niðurstöðurnar voru Staphylococcus og Streptococcus. Báðar þessar bakteríur tengjast oft húð manna og eru tiltölulega algengar í daglegu. Við vissar aðstæður geta þessar bakteríur hins vegar kveikt á hýsilanum og valdið ýmsum heilsufarsvandamálum. Staphylococcus getur í raun leitt til matareitrunar, húðsýkingar og lungnabólgu en Streptococcus getur valdið bólgum í hálsi, auk þess sem orsakir skarlatssóttar hefur verið rakin til hans.

Er allt þetta tal um bakteríur sem skríða um heimilið að fæla þig út úr húsinu? Það er óþarfi, því með góðri loftræstinug, þrifum á loftstokkum í stærri byggingum og regluleg þrif innandyra má draga verulega úr fjölgun þessara vera.

Hringdu í okkur í dag til að láta okkur losa þig við rykið og gera heimilið þitt öruggara fyrir alla!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

X