Gufuþvottur
Gufuþvottur gegn ofnæmi!

Gufuþvottur gegn ofnæmi!

Gufuþvottur er öflug aðferð gegn lífrænum óhreinindum á heimilum.

Gufþvottur er öflug aðferð gegn lífrænum óhreinindum á heimilum. Svo sem, rykmaurum, myglu, maurum og flóm. Það eru „submicron“ agnir eins og rykmaur, rykmaurúrgangur, (saur og hamur) frjókorn, og önnur ofnæmis valdandi og ertandi efni sem eru föst inni í raufum gólfefna og innréttingum sem erfitt að ná til og þrífa með viðunandi hætti. Hreinsiefni ná ekki að vinna á þessum vanda auk þess sem þau skilja eftir sig önnur óæskileg ummerki í flestum tilfellum.

En gufuhreinsun  dregur verulega úr og losar lífræn óhreinindi og ofnæmisvaka, jafnvel þau sem eru föst djúpt í raufum jafnvel hörðustu fletanna. Heita gufan kemst inn í og ​​losar eða fjarlægir óhreinindin og yðir með hitanum öllum óæskilegum lífverum sem henni er beint að án þess að notuð séu ertandi hreinsiefni. Eins og fram kemur hér að ofan, er heit gufa rykmaurum banvæn. Örfáar lífverur eins og rykmaur og jafnvel mygla hafa mjög lítið til að vernda sig gegn háum hita. Rykmaurar gleypa raka og hlýju beint í gegnum húðina, svo að hátt hitastig (reyndar einnig mjög lágt hitastig) drepur þá samstundis.

Þessi aðferð, að nota hita og náttúruleg steinefni í kranavatni ásamt gufu vinna saman að því að drepa ónæmar örverur. Kristallarnir komast í líffilmu, veikja frumuveggi og gefa hitanum betri möguleika á að drepa raunverulega hitaþolna örverur.

Fyrir ofnæmis- og astmasjúklinga getur það verið mikil léttir að fjarlægja eða óvirkja ofnæmisvaka og gufuhreinsun er öruggari og heilbrigðari leið til að ná þessu marki.

Dropar sem myndast í gufunni eru þeir smæstu sem myndast geta í vatni og smjúga allstaðar inn í allar kverkar og staði sem eru óaðgengilegir með öðrum hætti. Auk þess er gufan nægilega heit til þess að hitinn drepi örverur, lirfur þeirra og egg. Að finna þær er oft erfiðasti hlutinn, en þegar þú hefur gert það er auðvelt að ráðstafa þeim með gufuna að vopni.

Af hverju gufuhreinsun er betri en þvottaefni!

Við gufuhreinsun er ekki notast við nein sterk hreinsiefni né þvottaefni eða bleikiefni sem alltaf hafa fjölda ókosta í för með sé.  Tildæmis vegna uppgufunar frá þeim og efnafræðilegra efna sem losna við uppgufunina. Oft á tíðum brotna efnin mjög hægt upp eða alls ekki og skilja því eftir sig hættulegar leifar, efnabruna og erting auk förgunar hugsanlegra skaðlegra vara þar sem þau eru notuð. Með því að útrýma þeim geturðu náð langt í að bæta heilsusamlegt umhverfi heimilisins og vinnustaðinn. Þar dveljum við jú lengstum. Notkun skilvirkrar gufuhreigerningar þýðir að í stað „ófullnægjandi“ hreingerningar muntu ekki skilja eftir ætandi bleiku, ammoníak sem loðir við viðkomufletina. Í stað þess er eingöngu notast við ferskt vatn og hita. Með því að útrýma þessu tvennu úr umhverfi þínu, þ.e. lífrænum óhreinindum og langtímavirkni ætandi hreinsiefna dregur þú verulega úr mesta orsakavaldi ofnæmis og öndunarfærasjúkdóma og bætir heilsubætani umhverfi þitt til muna.

Með gufuþvotti náum við auk þess að þrífa og drepa óæskilegar örverur að losa um og hreinsa burt áhrif fyrri notkunar á hreinsiefnum.  Með hefðbundini aðferð við heimilisþrif ná hreinsiefni aðeins til slétta yfirborðsins og allir fletir, harðir og mjúkir, eru enn meingaðir af virkni ertandi eiturefna.

Gufuþvottur eyðir samansafni margar ára myglusára, sýkla, vírusa, rykmaura og baktería. Gufuþvottur er eins og töfra vopn í stríðinu gegn bakteríum og sýklum í íverustöðum manna.

X