Gufuhreinsun hefur ótvíræð áhrif og margvíslega kosti. Notkun á gufuþvotti á heimilum og vinnustöðum hentar mjög vel t.d. við hreinsun gólfefna, á salernum í eldhúsum og annarsstaðra þar sem snertifletir eru margir til að hreinsa fitu og óhreinindi frá vélum og þar sem erfitt að komast að.

Gufuhreinsun er án efnanotkunar og er því vistvænasta aðferð til hreingerninga sem völ er á.

Reyndar, þegar gufan er notuð á réttan hátt nær aðferðin að drepið 99,99% af öllum gerlum og bakteríum með öruggum, umhverfisvænum og náttúrulegum hætti.

Hvernig virka gufuhreinsun?

Agnarsmáir dropar gufunnar smjúga allstaðar inn þar sem aðrar aðferðir duga ekki og leysir upp óhreinindi, fitu og önnur efni sem annars safnast fyrir og sitja föst mánuðum og árum saman. Mikill hiti gufunnar drepur bakteríur, gerla, myglu, rykmaura og önnur lífræn óhreinindi sem alltaf safnast fyrir í híbýlum manna – allt með því að nota eingöngu hreint vatn og hita.

Hvar hentar gufuhreinsun best?

Ýmsir fletir sem sjaldan eru nægjanlega þrifnir með hefðbundnum hreingerningaraðferðum. Má þar nenfa, flísar, harðparketi, fúður, vaskar, pottar, borðplötur, teppi, dýnur, áklæði, sturtur, ofnar, eldavélartoppar, grill, gler, salerni, ruslageymslur fjölbýlishúsa, nánast allt vinnusvæði í matvælaiðnaði og margt fleira.  

Hvað get ég ekki hreinsað með gufu?

Varlega þarf að beita gufunni við sum gólfenfi, þá getur gufan brætt plast og valdið því að lagskipt gólf bólgni og ekki má nota gufu á fleti sem eru málaðir með vatnsblandaðri málningu.