Algengar Spurningar

Hér má finna svör við algengum spurningum!

   1.  Hvar starfar fyrirtækið?
Starfsstöð fyrirtækisins er á höfuðborgarsvæðinu og er “stór” höfuðborgarsvæðið okkar megin starfsvettvangur.

Hvað felst í almennum heimilisþrifum?
Við almenn heimilisþrif fylgjum við eftirfarandi verklagi:

  • Ryksugum og skúrum (gufuþvottur)
  • Þurrkum af og þoum yfirborðsfleti
  • Skrúbbum og þrífum vaska, klósett, sturtur og baðkör (gufuvottur)
  • Fægjum spegla, krana, ísskápa, eldavélar og innréttingar

Fyrir nánari upplýsingar um hvað er þrifið og ekki þrifið bendum við á tékklistann okkar fyrir HEIMILISÞIRFFLUTNINGSÞRIF

   2.  Er þörf á að bóka þrif með fyrirvara?
Það er best að bóka með nokkurra daga fyrirvara en við reynum alltaf að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar sé þörfin brín.

   3.  Get ég breytt bókuninni?
Já þú getur gert það. En þá er mikilvægt að hafa samband með eins miklum fyrirvara og kostur er. Ekki er hægt að afbóka samdægurs. Þá er innheimt lágmarksgjald kr. 9,900-

   4.  Hvað bíður fyrirtækið uppá annað en heimilisþrif?
Við bjóðum upp á þrif í fyrirtækjum, fyrirtækjum í matvælaframleiðslu, flutningsþrif, þrif á flutningatækjum (bílum og gámum). Við þrífum vistarverur skipa, þrif eftir veisluhöld. Þá erum við með mikla sérhæfingu í þurrhreinsun og þvotti á rúmdýnum, tauhúsgögnum og fl. Að ógleimdum gufuþrifunum sem mikil eftirsókn er eftir t.d. þrif á almenningssalernum, heilbrygðisstofnunum, fúgum, gufu og háþrístiþvott á plönum og fasteignum. o.fl.

   5.  Á hvaða tíma dags fara þrifin fram?
Við vinnum á virkum dögum frá kl. 8:00 til 17:00 Auk þess sinnum við verkefnum utan þess tíma eftir því sem þörf krefur og því verður við komið.  

   6.  Þarf ég að vera heima á meðan þrifið er?
Það er ekki þörf á því og alveg undir komið. Við þurfum að komast inn í húsakynnin og að geta skilað af okkur að verki loknu.

   7.  Notið þið ykkar eigin hreinlætisvörur?
Já, við sköffum allt til þrifanna. Við leggjum mikla áherslu á að nota vistvænar vörur. Þ.m.t. klúta og verkfæri. Okkar frábæri tækjabúnaður gerir okkur kleift að sneiða nær alveg frá notkun kemískra hreinsiefna. Ef þú hefur óskir umfram þetta förum við eftir þeim.

   8.  Eruð þið tryggð fyrir skemmdum?
Já. Við höfum allar tilætlaðar tryggingar sem mælt er með fyrir starfsemi af þessu tagi.

   9.  Hvað þarf ég að gera áður en þið mætið?
Við sköffum allt sem til þarf til verksins. Áhöld og efni. Vissulega auðveldar það verkið ef lausir hlutir séu ekki á víð og drei. Sérstaklega þar sem færa þarf til húsmuni til að ná til óhreininda.

Ef enn er einhverjum spurningu enn ósvarað hvetjum við þig til að hafa samband. Þú getur notað tölvupóstfangið okkar serthrif@serthrif.is eða spjallborðið á heimasíðunni.

X